Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 412. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 541  —  412. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um sölu ríkiseigna.

Frá Lúðvík Bergvinssyni.



     1.      Hver fer með umboð ríkisins við sölu ríkiseigna, af hvaða reglum er hann bundinn og til hvaða sjónarmiða ber honum að líta þegar ákvörðun er tekin um málsmeðferð og hvernig að sölunni skuli staðið?
     2.      Gilda samræmdar reglur um sölu ríkiseigna eða sérstakar reglur í hverju tilviki? Er misjafnt hvaða aðferð er notuð eftir því hver annast sölu?
     3.      Er í undirbúningi lagasetning um hvernig fara skuli að við sölu ríkiseigna?