Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 422. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 556  —  422. mál.




Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hvernig hefur heildareign Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta þróast sl. fimm ár, annars vegar innstæðudeildar og hins vegar verðbréfadeildar? Hve oft hefur komið til greiðslu úr sjóðnum, hve háar greiðslur voru inntar af hendi og í hvaða tilvikum?
     2.      Hve mikið hafa bankar og sparisjóðir greitt inn til sjóðsins sl. fimm ár og er þar um tilskilin framlög samkvæmt lögum að ræða?
     3.      Hefur Fjármálaeftirlitið gert athugasemdir við stöðu sjóðsins með tilliti til tryggingaverndar eða áhættustýringar eða annarra þátta sem lúta að fjárhagslegri stöðu sjóðsins út frá öryggi innstæðueigenda og hafa komið fram tillögur frá eftirlitinu til að styrkja fjárhagsstöðu sjóðsins eða eftirlit með honum?


Skriflegt svar óskast.