Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 208. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 615  —  208. mál.




Frumvarp til laga



um breyting á lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu, nr. 36 4. maí 1993.

(Eftir 2. umr., 9. des.)



1. gr.

    Við 9. gr. laganna bætist ný málsgrein er orðast svo:
    Nú telur kirkjugarðsstjórn hagræði að því að sameinast annarri eða fleiri kirkjugarðsstjórnum og skal slík sameining þá heimil að fengnu samþykki viðkomandi kirkjugarðsstjórna og prófasts eða prófasta.

2. gr.

    Í stað orðsins „þjóðminjavörður“ í 2. málsl. 1. mgr. 11. gr. laganna kemur: forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins.

3. gr.

    Í stað orðsins „þjóðminjavörður“ í 2. málsl. 2. mgr. 26. gr. laganna kemur: forstöðumaður Fornleifaverndar ríkisins.

4. gr.

    Í stað 1. málsl. 2. mgr. 27. gr. laganna koma tveir nýir málsliðir er orðast svo: Skrá skv. 1. mgr. skal gerð í þremur eintökum. Eitt eintakið geymist hjá kirkjugarðsstjórn, en hin eintökin skal senda ársfjórðungslega annars vegar til sóknarprests og hins vegar til legstaðaskrár kirkjugarðaráðs á netinu.

5. gr.

    Við 1. mgr. 31. gr. laganna bætist nýr málsliður er orðast svo: Kirkjugarðaráð getur, þar sem svo hagar til að sókn er orðin fámenn og sjaldan eða aldrei hefur verið grafið í kirkjugarði á undanförnum árum, ákveðið að fengnu samþykki biskups Íslands að hætt skuli að grafa í honum og leggja hann niður.

6. gr.

    39. gr. laganna orðast svo:
    Rekstur kirkjugarða skal greiddur úr ríkissjóði samkvæmt fjárveitingu í fjárlögum. Framlagið tekur mið af fjölda látinna næstliðins árs og stærð grafarsvæða. Útreikningur framlagsins skal byggjast á samkomulagi ríkisins og kirkjugarðaráðs.
    Framlag til einstakra garða skal vera í samræmi við úthlutunarreglur er samþykktar eru af kirkjugarðaráði fyrir upphaf hvers fjárhagsárs.

7. gr.

    1. mgr. 40. gr. laganna orðast svo:
    Til Kirkjugarðasjóðs, sem stofnaður var með 27. gr. laga nr. 21/1963, skulu renna að lágmarki 8% af fjárveitingu til kirkjugarða skv. 39. gr. en að hámarki 12%. Framlag til sjóðsins skal vera í samræmi við úthlutunarreglur sem samþykktar eru af kirkjugarðaráði fyrir upphaf hvers fjárhagsárs. Heimilt er að veita smæstu kirkjugörðum framlag úr Kirkjugarðasjóði í stað hlutdeildar í heildarframlagi til kirkjugarða skv. 39. gr.

8. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2005.