Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 448. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 697  —  448. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um íslensku og íslensk fræði erlendis.

Frá Merði Árnasyni.



     1.      Við hvaða erlendar menntastofnanir á háskólastigi er kennd íslenska (nútímamálið) og íslensk fræði?
     2.      Í hvaða öðrum menntastofnunum erlendis er lögð stund á íslensku og íslensk fræði, svo kunnugt sé?
     3.      Í hverjum þessara menntastofnana á háskólastigi eru íslenskir kennarar („sendikennarar“) að störfum?
     4.      Hvernig er háttað stuðningi Íslendinga við þetta starf?
     5.      Hefur kennsla af þessu tagi verið lögð niður við einhverja skóla síðan 1997? Hefur slík kennsla verið tekin upp við einhverja skóla síðan 1997?
     6.      Hafa ráðherra borist óskir um stuðning við þetta starf frá árinu 1997? Hver hafa orðið viðbrögð ráðuneytisins við slíkum óskum?
     7.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir auknum fjárveitingum til þess arna í kjölfar nýlegs samnings við Háskóla Íslands um íslenskukennslu erlendis og önnur verkefni hjá Stofnun Sigurðar Nordals?

Greinargerð.


    Miðað er við árið 1997 vegna þess að staða mála þangað til er ljós af svari ráðherra við fyrirspurn Össurar Skarphéðinssonar á 122. löggjafarþingi (44. mál, þskj. 44 og 187).


Skriflegt svar óskast.