Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 456. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 705  —  456. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um öryggismál og aðbúnað á Kárahnjúkasvæðinu.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hvaða ráðstafanir hafa verið gerðar í aðbúnaði starfsmanna og öryggismálum á Kárahnjúkasvæðinu á sl. ári og hafa verið veittar einhverjar undanþágur frá lögum og reglum sem gilda um aðbúnað og heilbrigðis- og öryggismál?
     2.      Eru aðbúnaður starfsmanna, öryggismál og eftirlit á Kárahnjúkasvæðinu í fullkomnu samræmi við lög og reglur sem um þau mál gilda? Ef ekki, hvað er ábótavant í þeim málum?
     3.      Hvaða athugasemdir sem lúta að öryggi og aðbúnaði á Kárahnjúkasvæðinu hafa komið fram frá lögbundnum eftirlitsaðilum eða trúnaðarmönnum á svæðinu og hefur þeim í einu og öllu verið framfylgt?
     4.      Hefur verið fylgt öryggisráðstöfunum í samræmi við nýtt áhættumat sem vinna átti á sl. ári?


Skriflegt svar óskast.