Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 461. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 710  —  461. mál.




Fyrirspurn



til landbúnaðarráðherra um riðusmit og varnaraðgerðir gegn riðu.

Frá Önnu Kristínu Gunnarsdóttur.



     1.      Hvaða aðferðir eru notaðar til að koma í veg fyrir endurtekið riðusmit?
     2.      Eru uppi hugmyndir um að endurskoða núverandi aðferðir við:
              a.      förgun,
              b.      forvarnir?
     3.      Er vitað hve lengi riðuveira getur varðveist í jörð?
     4.      Hefur komið til álita að brenna hræ og heyfeng þar sem riða hefur komið upp?