Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 464. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 713  —  464. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun.

Frá Sigurjóni Þórðarsyni.



     1.      Hvaða aukaverk og viðbætur hefur þurft að vinna við Kárahnjúkavirkjun frá því að framkvæmdir hófust og hver er kostnaðurinn vegna þessa? Svar óskast sundurliðað eftir verksamningum.
     2.      Hvaða aðili samþykkir aukaverk vegna Kárahnjúkavirkjunar?
     3.      Hafa verið gerðar aukalega rannsóknir á jarðfræði Kárahnjúkasvæðisins og hafa þær leitt eitthvað nýtt í ljós?
     4.      Hafa stíflumannvirki verið endurhönnuð og ef svo er, hver var kostnaðurinn við það?
     5.      Hvernig hljóðar verkáætlun fyrir Kárahnjúkavirkjun? Hvaða verkliðir ganga samkvæmt áætlun og hverjir ekki?
     6.      Hefur ráðherra gert áætlun um hvernig skuli brugðist við ef svo mikill dráttur verður á gerð virkjunarinnar við Kárahnjúka að ekki takist að afhenda orku til Alcoa á umsömdum tíma?


Skriflegt svar óskast.