Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 410. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 714  —  410. mál.




Svar



heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra við fyrirspurn Valdimars L. Friðrikssonar um unga vímuefnaneytendur.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvernig hyggst ráðherra leysa þann vanda sem skapast af því að sjúkrahúsið Vogur getur ekki innritað sjúklinga yngri en 16 ára árið 2005 vegna sparnaðaraðgerða ríkisstjórnarinnar?

    Í gildi er þjónustusamningur við SÁÁ frá 29. október 2002 um margs konar þjónustu tengda meðferð áfengis- og vímuefnasjúklinga. Hefur enginn niðurskurður verið á framlagi til þeirrar starfsemi, og engar breytingar gerðar á framkvæmd þjónustusamningsins og stendur hann óbreyttur.
    Árið 2005 greiðir ráðuneytið 471,3 millj. kr. í rekstur þessarar starfsemi, auk fjárfestingarstyrks að upphæð 20 millj. kr.
    SÁÁ hefur tilkynnt að það muni grípa til aðhaldsaðgerða vegna rekstrarvanda á árinu, þar á meðal að innrita ekki börn yngri en 16 ára. Þessum börnum mun hér eftir sem hingað til verða sinnt á öðrum heilbrigðisstofnunum, svo og hjá Barnaverndarstofu og stofnunum á hennar vegum.