Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 473. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 725  —  473. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um kennslutap í kennaraverkfalli.

Frá Björgvini G. Sigurðssyni.



     1.      Hvaða skólar hafa sótt um viðbótarfjármagn til sveitarfélaga sinna til að bæta upp kennslutap í verkfalli kennara?
     2.      Mun ráðherra hafa forgöngu um að allir skólar bæti kennslutapið upp? Ef svo er, með hvaða hætti?
     3.      Mun ráðherra hafa afskipti af því hvernig einstök sveitarfélög bæta upp kennslutapið?
     4.      Lagði ráðherra til samræmdar aðgerðir til að bæta upp kennslutap? Ef svo er, hverjar eru þær og hvernig var þeim fylgt eftir?