Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 476. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 728  —  476. mál.




Fyrirspurn



til landbúnaðarráðherra um förgun sláturúrgangs.

Frá Björgvini G. Sigurðssyni.



     1.      Er til skoðunar að taka upp úrvinnslugjald á allar sláturafurðir til að tryggja eðlilegan rekstrargrundvöll fyrir verksmiðjur á borð við kjötmjölsverksmiðjuna í Hraungerðishreppi?
     2.      Er eitt af skilyrðum fyrir útflutningi lambakjöts til Evrópulanda að hér starfi verksmiðja sem fargar sláturúrgangi?
     3.      Er til skoðunar að heimila kjötmjölsverksmiðjum að framleiða mjöl til fóðurs fyrir loðdýr?
     4.      Stendur til að samræma reglur urðunarstaða sem taka á móti sláturúrgangi þannig að kjötvinnslur og sláturhús landsins sitji við sama borð hvað varðar gjaldtöku og frágang sláturúrgangs?