Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 523. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 792  —  523. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um húsnæðismál Landspítala – háskólasjúkrahúss.

Frá Láru Margréti Ragnarsdóttur.



     1.      Hvers vegna var vinna við deiliskipulag Landspítala – háskólasjúkrahúss við Hringbraut ekki boðin út á almennum markaði, en sjálf hönnunin boðin út í samkeppni?
     2.      Hvers vegna var heildarskipulagningu LSH ekki lokið áður en ráðist var í byggingu barnaspítala, eins og ráðgjafarfyrirtækið Ementor lagði til?
     3.      Tengist skýrsla breska ráðgjafarfyrirtækisins Weeks frá 1970, sem byggð var á spám um þróun höfuðborgarsvæðisins um og fyrir þann tíma, ákvörðun um fyrirhugaða nýbyggingu LSH við Hringbraut?
     4.      Hefur verið gerður samanburður á sparnaði og skilvirkni þjónustu í Fossvogi og við Hringbraut í áætlunum um nýbyggingar?
     5.      Er áætlað að taka nýbygginguna við Hringbraut í notkun í áföngum eða í heild, og hvenær er það áætlað?
     6.      Hefur verið metin hagkvæmni staðsetningar sjúkrahúss við Hringbraut eða á öðrum lóðum sem taldar eru nær miðju höfuðborgarsvæðisins?




















Prentað upp.