Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 532. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 806  —  532. mál.




Fyrirspurn



til landbúnaðarráðherra um endurheimt votlendis.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.



     1.      Hvað líður störfum nefndar um endurheimt votlendis, sem skipuð var 1996?
     2.      Hversu mikið hefur verið endurheimt af votlendi síðan nefndin hóf störf og hversu stór hluti hins endurheimta votlendis er sjálfstætt verkefni, þ.e. tengist ekki mótvægisaðgerðum vegna framkvæmda?
     3.      Hversu mikla fjármuni hefur nefndin haft til ráðstöfunar í beinar aðgerðir til að endurheimta votlendi á þessum tíma?
     4.      Eru uppi áform um að auka þetta starf með tilliti til nýjustu frétta af koltvísýringsmengun frá framræstum mýrum?