Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 563. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 850  —  563. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um Innu – upplýsingakerfi fyrir framhaldsskóla.

Frá Ágústi Ólafi Ágústssyni.



     1.      Hver er heildarkostnaður við Innu – upplýsingakerfi fyrir framhaldsskóla?
     2.      Hver er árlegur kostnaður við kerfið og endurbætur þess og hver er áætlaður rekstrarkostnaður kerfisins næstu árin?
     3.      Hver sér um rekstur kerfisins, var verkið boðið út og til hve langs tíma var samið um rekstur þess?
     4.      Hver er greiðsluþátttaka framhaldsskólanna í kerfinu og hvert renna þær greiðslur?
     5.      Er framhaldsskólum skylt að vera hluti af þessu kerfi? Hafa einhverjir framhaldsskólar komist hjá því að vera í kerfinu og ef svo er, hvaða skólar eru það?
     6.      Vinnur menntamálaráðuneytið einhverjar upplýsingar úr kerfinu og ef svo er, hvaða upplýsingar?


Skriflegt svar óskast.