Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 462. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 852  —  462. mál.




Svar



landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Önnu Kristínar Gunnarsdóttur um kostnað vegna varnaraðgerða gegn riðuveiki.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hver ber kostnað af förgun fjárstofns eða heyfengs vegna riðuveiki?
     2.      Hver var árlegur kostnaður ríkisins vegna riðuveiki sl. fimm ár:
              a.      vegna förgunar og varnaraðgerða,
              b.      vegna bótagreiðslna,
              c.      annar kostnaður?


    Kostnaður við förgun fjárstofns og heyfengs vegna riðuveiki greiðist úr ríkissjóði. Samkvæmt ákvæðum 20. gr. laga um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, nr. 25/1993, nær bótaskylda ríkissjóðs í þessu sambandi eingöngu til búfjár.

Kostnaður ríkisins vegna riðuveiki sl. fimm ár, millj. kr.

2000 2001 2002 2003 2004
a. Förgun og varnaraðgerðir 28,1 32,6 2,9 41,1 49,6
b. Bótagreiðslur 31,8 5,2 17,5 20,8 43,6
c. Annar kostnaður 16,9 20,8 16,4 16,9 23.1
Heildarkostnaður 76,8 58,6 76,8 78,8 116,3