Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 598. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 892  —  598. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um akstur undir áhrifum fíkniefna.

Frá Ástu R. Jóhannesdóttur.



     1.      Hversu oft stöðvaði lögregla ökumenn undir áhrifum fíkniefna á síðasta ári?
     2.      Hvernig er kannað hvort ökumaður er undir áhrifum fíkniefna ef hann er stöðvaður vegna óeðlilegs aksturslags og ekki er um ölvun að ræða? Hversu oft var það kannað á síðasta ári?
     3.      Hvernig bregst lögreglan við þegar ökumaður undir áhrifum fíkniefna veldur slysi eða öðru tjóni?
     4.      Hversu margir voru sviptir ökuréttindum vegna aksturs undir áhrifum fíkniefna á síðasta ári?