Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 611. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 914  —  611. mál.




Fyrirspurn



til landbúnaðarráðherra um sláturhúsið á Kirkjubæjarklaustri.

Frá Jóni Bjarnasyni.



     1.      Hve mörgu fé hefur árlega verið slátrað í sláturhúsinu á Kirkjubæjarklaustri sl. fimm ár og hve mörg ársverk hafa tengst þeirri starfsemi?
     2.      Hversu mikið er ráðgert að greiða Sláturfélagi Suðurlands fyrir að loka sláturhúsinu á Kirkjubæjarklaustri og hefur sú greiðsla verið innt af hendi?
     3.      Kemur til greina að ráðherra afturkalli fjárveitingu ríkisins til úreldingar sláturhússins og veiti sveitarfélaginu hana þess í stað til atvinnuuppbyggingar?
     4.      Kemur til greina að ráðherra beiti áhrifum sínum til að tryggja áframhaldandi rekstur sláturhússins?