Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 625. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 943  —  625. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um Hegningarhúsið við Skólavörðustíg.

Frá Margréti Frímannsdóttur.



     1.      Í hve mörg ár hefur Hegningarhúsið við Skólavörðustíg verið rekið á undanþágum frá heilbrigðisyfirvöldum?
     2.      Hvaða atriði hafa heilbrigðisyfirvöld gert athugasemdir við og hvað hefur verið gert til að bæta úr þeim?
     3.      Hefur ríkið þurft að greiða dagsektir vegna þeirra tímamarka sem undanþágur heilbrigðisyfirvalda hafa kveðið á um í þeim tilvikum þegar ekki hefur verið ráðist í úrbætur? Ef svo er, hversu háar fjárhæðir er um að ræða?
     4.      Eru lagaheimildir fyrir því að undanþiggja ríkið dagsektum í þeim tilvikum þegar ekki er farið að kröfum opinberra eftirlitsaðila um úrbætur á húsnæði og/eða aðbúnaði í fangelsum og sett tímamörk eftirlitsaðila ekki virt?
     5.      Á hvern hátt er réttur fanga sem dvelja í Hegningarhúsinu til vinnu, náms og líkamsþjálfunar tryggður samkvæmt ákvæðum laga?
     6.      Hefur Evrópunefnd um varnir gegn pyntingum og ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu (CPT-nefndin) gert athugasemdir við aðbúnað fanga í Hegningarhúsinu? Ef svo er, hve oft og hvað fólst í þeim athugasemdum og hvað hefur verið gert til úrbóta?


Skriflegt svar óskast.