Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 637. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 967  —  637. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um viðbrögð við faraldri.

Frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni.



     1.      Er til viðbragðsáætlun fyrir skæðan faraldur eins og fuglaflensu? Ef ekki, er unnið að slíkri áætlun nú?
     2.      Eru til birgðir inflúensulyfja og bóluefna til að bregðast við því ástandi sem skapast getur og við hvaða forsendur miðast áætlanir?
     3.      Beinist viðbúnaður eingöngu að heilbrigðisstéttum eða hefur almenningur verið upplýstur um viðeigandi viðbúnað?
     4.      Hverjar teljast eðlilegar sóttvarnir heimila og þykir rétt að þau komi sér upp lyfjabirgðum?