Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 642. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 972  —  642. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um kostnað við viðgerðir á varðskipunum Ægi og Tý.

Frá Kristjáni L. Möller.



     1.      Hver var heildarkostnaður við viðgerðir og endurbætur á varðskipunum Ægi og Tý í Póllandi árið 2001?
     2.      Hvert var heildarsamningsverð verksamnings við pólsku skipasmíðastöðina sem tók verkið að sér?
     3.      Voru einhver aukaverk unnin og ef svo er, hvaða verk voru það og hver var kostnaður við þau?
     4.      Hvaða kostnaður annar féll til vegna viðgerðanna í Póllandi sundurliðað eftir:
                  a.      ferðakostnaði starfsmanna Landhelgisgæslunnar,
                  b.      ferðakostnaði annarra, og þá hverra,
                  c.      dagpeningagreiðslum, og þá til hverra,
                  d.      kostnaði við siglingar skipanna til og frá Póllandi,
                  e.      öðrum kostnaði, sem sundurliðast hvernig?
     5.      Höfðu breytingar á gengi krónunnar einhver áhrif á heildarkostnað við verkið?
     6.      Ef þessar viðgerðir og endurbætur á varðskipunum hefðu farið fram á Íslandi, hverjar hefðu áætlaðar tekjur ríkissjóðs vegna verksins þá orðið?
     7.      Hverjir buðu í verkið í upphafi og hversu há voru tilboðin?
    Óskað er eftir því að fjárhæðir séu gefnar upp í íslenskum krónum á verðlagi ársins 2001 og jafnframt á verðlagi febrúarmánaðar 2005.


Skriflegt svar óskast.











Prentað upp.