Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 458. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 998  —  458. mál.




Svar



menntamálaráðherra við fyrirspurn Kolbrúnar Halldórsdóttur um listaverkakaup Listasafns Íslands.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hversu mikið ráðstöfunarfé hefur Listasafn Íslands haft til listaverkakaupa árlega sl. 15 ár eða frá árinu 1989 og hvernig hefur árleg fjárhæð þróast með tilliti til verðlags?

    Í fyrri töflunni hér á eftir er greint frá framlögum til listaverkakaupa Listasafns Íslands eins og þau eru í fjárlögum fyrir árin 1989–2005, síðari dálkurinn sýnir framlög á verðlagi ársins 2004. Stuðst er við upplýsingar frá Hagstofu Íslands um breytingar á vísitölu neysluverðs frá 1988 og meðaltal hvers árs, sjá seinni töflu.

Framlög í fjárlögum til listaverkakaupa Listasafns Íslands.
(Tölur í millj. kr.)



Verðlag hvers árs.

Verðlag 2004. Miðað við neysluverðsvísitölu, meðaltal árs.

1989
7,4 13,7
1990 10,0 16,1
1991 12,0 18,1
1992 12,0 17,5
1993 12,0 16,8
1994 12,0 16,5
1995 12,0 16,3
1996 12,0 15,9
1997 12,0 15,6
1998 12,0 15,4
1999 12,0 14,8
2000 12,0 14,1
2001 12,0 13,3
2002 12,0 12,6
2003 12,0 12,4
2004 10,8 10,8
2005 10,8





Prentað upp.

Breytingar á vísitölu neysluverðs frá 1988,
meðaltal hvers árs.

Ár Vísitala
1989 126,7
1990 145,5
1991 155,4
1992 161,2
1993 167,8
1994 170,3
1995 173,2
1996 177,1
1997 180,3
1998 183,3
1999 189,6
2000 199,1
2001 212,4
2002 222,6
2003 227,3
2004 234,6
2005
Grunnur maí 1988 = 100.
Einingar: Árshækkun síðustu 12 mánuði.