Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 661. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1005  —  661. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um börn og unglinga með átröskun.

Frá Þuríði Backman.



     1.      Hvað hefur verið gert til að stuðla að því að átröskun barna og unglinga sé greind snemma?
     2.      Hvaða þjónusta stendur þessum einstaklingum og fjölskyldum þeirra til boða?
     3.      Hvernig hefur fjöldi þeirra sem greinast með átröskun þróast undanfarin 20 ár í aldurshópunum:
             a. 5–10 ára,
             b. 11–15 ára,
             c. 16–25 ára?
     4.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir aukinni þjónustu við börn með átröskun með tilliti til þróunar undanfarinna ára, t.d. með því að koma á fót sérhæfðri deild á barna- og unglingageðdeild Landspítala – háskólasjúkrahúss?
     5.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir eflingu fagteymis sérstakrar dag- og göngudeildar á Landspítala – háskólasjúkrahúsi?