Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 671. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1024  —  671. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um lyfjanotkun barna.

Frá Ástu R. Jóhannesdóttur.



     1.      Hvernig skýrir ráðherra stóraukna notkun geðlyfja við athyglisbresti og ofvirkni hjá börnum?
     2.      Telur ráðherra eðlilegt að á annað þúsund barna á aldrinum 1–14 ára, þ.e. um 2% barna á þeim aldri, taki þessi lyf að staðaldri?
     3.      Hyggst ráðherra bregðast við þessu á einhvern hátt?


Skriflegt svar óskast.
























Prentað upp á ný.