Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 740. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1104  —  740. mál.




Fyrirspurn



til landbúnaðarráðherra um hunda og sóttvarnir.

Frá Rannveigu Guðmundsdóttur.



     1.      Hefur verið skoðað hvort óhætt sé að breyta sóttvarnalögum þannig að unnt verði að flytja hunda hingað til lands annars staðar að af Norðurlöndum án þess að þeir þurfi að fara í sex vikna sóttkví?
     2.      Hvaða breytingar þyrfti að gera á sóttvarnalögum í þessu skyni?
     3.      Eru íslensk lög og reglugerðir um hundahald og innflutning hunda ólík því sem gerist annars staðar á Norðurlöndum?
     4.      Eru gerðar aðrar kröfur hérlendis um heilbrigðisvottorð hunda en gerðar eru annars staðar á Norðurlöndum?


Skriflegt svar óskast.