Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 752. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1117  —  752. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um áætlun um hreinsun stranda og hafnarsvæða af skipsflökum og skipum í óreiðu.

Frá Guðmundi Hallvarðssyni.



     1.      Hvað líður áætlun um hreinsun stranda og hafnarsvæða af skipsflökum og skipum í óreiðu og kostnað sem af því leiðir sem gera skal samkvæmt ákvæði til bráðabirgða I í lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda, nr. 33/2004?
     2.      Hvað má ætla að um mörg skip sé að ræða og hver er heildarbrúttóþyngd þeirra í höfnum á Íslandi?
     3.      Hvað má ætla að séu mörg skipsflök við strendur landsins sem þarf að fjarlægja?