Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 759. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1125  —  759. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um fjárhagsstöðu meðlagsgreiðenda.

Frá Helga Hjörvar, Jóhönnu Sigurðardóttur og Katrínu Júlíusdóttur.



     1.      Hve margir meðlagsgreiðendur eru í landinu og hve margir þeirra eru í vanskilum með greiðslur sínar? Svar um þá sem eru í vanskilum óskast sundurliðað eftir því hvort þeir greiða meðlag með börnum 18 ára og yngri og því hve hátt hlutfall þeirra er í skuld vegna barna sem nú eru orðin eldri en 18 ára.
     2.      Telur ráðherra tilefni til að bæta aðstæður þessa hóps í ljósi niðurstaðnanna?