Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 761. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1127  —  761. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um leyfi til ræktunar á erfðabreyttu byggi.

Frá Þuríði Backman.



     1.      Hyggst ráðherra veita frekari leyfi til tilraunaræktunar á erfðabreyttu byggi utan húss samkvæmt reglugerð nr. 493/1997, um sleppingu eða dreifingu og markaðssetningu erfðabreyttra lífvera? Ef svo er, telur ráðherra þörf á að skilyrða ræktunina við takmarkað magn eða svæði?
     2.      Hve lengi má ætla að tilraunaræktun þurfi að standa til að niðurstöður fáist um öryggi ræktunar gagnvart erfðamengun í íslenskri náttúru?
     3.      Til hve langs tíma gilda núverandi leyfi til tilraunaræktunar?
     4.      Mun ráðherra veita leyfi til almennrar ræktunar á erfðabreyttu byggi utan húss eftir að tilraunaræktun lýkur?
     5.      Telur ráðherra að beita eigi mengunarbótareglunni ef bændur eða landeigendur verða fyrir tjóni af erfðaefnum frá ökrum með erfðabreyttum plöntum?


Skriflegt svar óskast.



















Prentað upp.