Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 762. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1128  —  762. mál.




Fyrirspurn



til landbúnaðarráðherra um ræktun á erfðabreyttu byggi.

Frá Þuríði Backman.



     1.      Hver eru viðbrögð ráðherra við áformum um umfangsmikla ræktun á erfðabreyttu byggi í sveitum landsins á næstu árum? Telur ráðherra rétt að leyfa hana samhliða annarri ræktun og búskap?
     2.      Telur ráðherra öryggi matvælaframleiðslu tryggt með tilliti til þess að erfðaefni berast í jarðveg og dreifast með vatni og lofti?
     3.      Er ráðherra kunnugt um hvar á landinu og við hvaða aðstæður erfðabreyttar plöntur eru ræktaðar nú og hvaða ræktunaráætlanir eru uppi á þessu ári og því næsta?
     4.      Telur ráðherra rétt að setja takmarkandi ákvæði um ræktun á erfðabreyttu byggi eða öðrum erfðabreyttum tegundum í ljósi þeirrar óvissu sem er um áhrif slíkrar ræktunar á lífríkið?
     5.      Hvaða áhrif telur ráðherra að ræktun erfðabreyttra jurta geti haft á ímynd íslenskrar matvælaframleiðslu, útflutning og sölu, t.d. í verslunum Whole Foods í Bandaríkjunum?
     6.      Telur ráðherra að útiræktun erfðabreyttra plantna geti skert möguleika bænda til að fá vottun fyrir lífrænar afurðir?
     7.      Telur ráðherra rétt að friða ákveðin svæði eða landshluta fyrir ræktun erfðabreyttra plantna eins og gert er víða í Evrópu? Ef svo er, mun ráðherra þá beita sér fyrir slíkum friðunaraðgerðum?
     8.      Hvaða opinberar stofnanir sinna rannsóknum og ræktun erfðabreyttra plantna og hvert er hlutverk hverrar um sig?
     9.      Hvaða verkefni sem fela í sér ræktun á erfðabreyttum plöntum hafa fengið opinbera styrki umfram bein framlög í fjárlögum undanfarin fimm ár? Hvaðan hafa slíkir styrkir komið?


Skriflegt svar óskast.