Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 763. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1129  —  763. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um rekstur vínveitingastaða.

Frá Ástu Möller.



     1.      Hvaða leyfa, vottorða og trygginga þurfa eigendur vínveitingastaða að afla sér áður en þeir hefja starfsemi og til hvaða aðila þurfa þeir að leita í þessu sambandi?
     2.      Eru hugmyndir uppi innan dómsmálaráðuneytisins um að einfalda skilyrði til starfrækslu vínveitingastaða?


Skriflegt svar óskast.