Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 768. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1140  —  768. mál.




Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um matvöruverð.

Frá Rannveigu Guðmundsdóttur.



     1.      Hefur verið kannað í ráðuneytinu að hvaða marki verð innfluttrar matvöru til neytenda hefur lækkað með hækkuðu gengi krónunnar?
     2.      Hvernig er eftirliti með slíkum breytingum háttað og því að gengisbreytingar skili sér til neytenda þegar gengi krónunnar hækkar?
     3.      Er ástæða til að kanna hvers vegna kaffi, te og kakó er mun dýrara hér en annars staðar?
     4.      Hefur verið skoðað hvort fákeppni á matvörumarkaði hefur áhrif á vöruverð, sbr. það álit Samkeppnisstofnunar, sem fram kemur í skýrslu 2001, að skýra megi hækkandi verslunarálagningu með minnkandi samkeppni?


Skriflegt svar óskast.