Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 773. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1145  —  773. mál.




Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um þjónustuskyldur í eldsneytisafgreiðslu.

Frá Jóni Bjarnasyni.



     1.      Telur ráðherra koma til greina að setja reglur um lágmarksþjónustu í eldsneytisafgreiðslu í fámennum byggðarlögum utan alfaraleiða?
     2.      Telur ráðherra koma til greina að gera kröfur um lágmarkseldsneytisbirgðir í byggðarlögum sem geta einangrast vegna óveðurs eða náttúruhamfara?
     3.      Kemur til greina að gera olíufélögum skylt að hafa á eldsneytisafgreiðslustöðvum sínum öryggisbúnað sem geri kleift að afgreiða eldsneyti þótt þar verði rafmagns- eða símasambandslaust um stundarsakir?