Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 782. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1160  —  782. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um æskulýðsmál.

Frá Unu Maríu Óskarsdóttur.



     1.      Hvað líður endurskoðun laga um æskulýðsmál?
     2.      Hvert á hlutverk æskulýðsráðs að vera og hvernig á að velja í ráðið?
     3.      Hvaða samvinna hefur verið höfð við sveitarfélögin um endurskoðun laganna?
     4.      Hver skipar stjórn æskulýðssjóðs og eftir hvaða vinnureglum er farið við þá skipun?
     5.      Hvers vegna hafa 30 af 57 úthlutunum úr æskulýðssjóði runnið til trúarlegs starfs frá því að sjóðurinn var stofnaður 2004?