Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 784. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1162  —  784. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um réttindi starfsfólks á einkaheimilum.

Frá Þuríði Backman.



     1.      Telur ráðherra að lög nr. 46/1980, um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, eigi við um starfsfólk sem sinnir umönnunarstörfum á einkaheimilum?
     2.      Ef svo er, hvernig telur ráðherra unnt að tryggja að lögunum sé framfylgt í tengslum við umönnun sjúklinga í heimahúsum?
     3.      Telur ráðherra koma til greina að gera sérstakt áhættumat vegna einstakra verkefna í heimahjúkrun?
     4.      Hver eru réttindi starfsfólks varðandi álag og slæman aðbúnað við umönnunarstörf ef:
              a.      sjúklingur hafnar notkun viðeigandi hjálpartækis,
              b.      ef ekki er hægt að koma hjálpartæki við?
     5.      Kemur ef til vill til álita að setja sérreglur um heimahjúkrun, líkt og gert var í Svíþjóð 1990?


Skriflegt svar óskast.