Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 642. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1232  —  642. mál.




Svar



dómsmálaráðherra við fyrirspurn Kristjáns L. Möllers um kostnað við viðgerðir á varðskipunum Ægi og Tý.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hver var heildarkostnaður við viðgerðir og endurbætur á varðskipunum Ægi og Tý í Póllandi árið 2001?
     2.      Hvert var heildarsamningsverð verksamnings við pólsku skipasmíðastöðina sem tók verkið að sér?
     3.      Voru einhver aukaverk unnin og ef svo er, hvaða verk voru það og hver var kostnaður við þau?
     4.      Hvaða kostnaður annar féll til vegna viðgerðanna í Póllandi sundurliðað eftir:
                  a.      ferðakostnaði starfsmanna Landhelgisgæslunnar,
                  b.      ferðakostnaði annarra, og þá hverra,
                  c.      dagpeningagreiðslum, og þá til hverra,
                  d.      kostnaði við siglingar skipanna til og frá Póllandi,
                  e.      öðrum kostnaði, sem sundurliðast hvernig?
     5.      Höfðu breytingar á gengi krónunnar einhver áhrif á heildarkostnað við verkið?
     6.      Ef þessar viðgerðir og endurbætur á varðskipunum hefðu farið fram á Íslandi, hverjar hefðu áætlaðar tekjur ríkissjóðs vegna verksins þá orðið?
     7.      Hverjir buðu í verkið í upphafi og hversu há voru tilboðin?
    Óskað er eftir því að fjárhæðir séu gefnar upp í íslenskum krónum á verðlagi ársins 2001 og jafnframt á verðlagi febrúarmánaðar 2005.


1. Kostnaður við viðgerðir og endurbætur á varðskipunum Ægi og Tý í Póllandi 2001.

Heildarkostnaður við viðgerðir og endurbætur.


Skip Heildarkostnaður, DEM Verðlag 2001, kr. Verðlag 2005, kr.
Ægir 1.247.829 69.658.237 78.755.603
Týr 1.060.636 61.338.998 69.349.871
Samtals 2.308.465 130.997.235 148.105.474


2. Heildarsamningsverð verksamnings við skipasmíðastöðina.

Samningsverð verksamnings.


Skip Samningsverð, DEM Verðlag 2001, kr. Verðlag 2005, kr.
Ægir 743.071 41.480.857 46.898.256
Týr 750.898 43.426.143 49.097.598
Samtals 1.493.969 84.907.000 95.995.854

3. Unnin aukaverk og kostnaður við þau.

Kostnaður við aukaverk.


Skip Samningsverð, DEM Verðlag 2001, kr. Verðlag 2005, kr.
Ægir 504.758 28.177.380 31.857.346
Týr 309.738 17.912.855 20.252.274
Samtals 814.496 46.090.235 52.109.620


Varðskipið Týr, uppgjör verka 2001.


Verk DM
Aukaverk, tankur, stafnhylki samkvæmt kröfum Lloyd´s 18.232
Aukaverk, tankur nr. 17 (2) Samkvæmt kröfum Lloyd´s 22.964
Aukaverk, skrúfuás stjórnborðs tekinn út vegna leka 13.080
Aukaverk, sandblástur á yfirbyggingu 31.857
Aukaverk, breyting á lögnum í slökkvikerfi utan á þyrluskýli 2.106
Aukaverk, yfirfarin og lagfærð rúlluhurð á þyrluskýli 3.477
Aukaverk, upptekt á stjórnborðsaðalvél og búnaði 40.507
Aukaverk, nýjar grindur á þyrluþilfar 25.782
Aukaverk, tveir nýir pollar á framskip 4.683
Aukaverk, hreinsun á olíutönkum, dæling í land og um borð 14.824
Aukaverk, breyting á stjórnborði í brú vegna stýrisbúnaðar 57.628
Aukaverk, hreinsun á aðalvélarúmsbotni 4.452
Aukaverk, hreinsun á ljósavélarúmsbotni 3.856
Aukaverk, færsla í þili milli stýrisvélar og lestar 15.935
Aukaverk, salernistankur í sónarrúm 8.700
Aukaverk, opnanlegir gluggar í brú og turni 15.919
Aukaverk, endurnýjun tækja í eldhúsi (vinna) 3.563
Aukastál vegna stýra (breyting frá upphaflegri teikningu) 4.249
Aukaverk, rúllur fyrir landfestar á afturþilfari 4.280
Aukaverk, viðgerð á dráttarspili 1.729
Aukaverk, ljós í stýrisvél og útleiðsla í 220 volta kerfi 1.748
Aukaverk, endurnýjun á gólfi í blásaraklefum aðalvélarúms 5.166
Aukaverk, lækkun á dýptarmælisbotnstykki 1.451
Aukaverk, viðbótarsandblástur á bol 3.452
Aukaverk, færsla á dælustöð og upps. hitara í sónarrými 5.828
Aukaverk, sveigjumæling aðalvéla og skrúfuása 2.448
Aukaverk, breyting á loftstokkum fyrir gangablásara 2.683
Aukaverk, nýtt gólf úr álplötum í stýrisvél (efni) 1.708
Aukaverk, tankur nr. 7, sandblástur og málun 5.421
Aukaverk, akkeriskeðjur og keðjukassi 2.448
Aukaverk, smíða og setja lúgu á tank nr. 7 3.750
Önnur smáverk í vélarúmi, samtals 1.386
Afsláttur af aukaverkum, Ægir og Týr - 25.574
Samtals 309.738

Varðskipið Ægir, uppgjör verka unnin í Pólandi 2001 .

Verk DM
Aukaverk, tankur, stafnhylki samkvæmt kröfum Lloyd´s 24.698
Aukaverk, tankur nr. 17 (2) samkvæmt kröfum Lloyd´s 44.184
Aukaverk, tankur nr. 8, stálvinna, hreinsun og prófun 11.068
Aukaverk, skrúfur og skrúfásar stjórnborðs og bakborðs 50.688
Aukaverk, sandblástur á yfirbyggingu 44.008
Aukaverk, færsla á hraðamæli á botni skipsins 1.512
Aukaverk, nýir reykháfshattar 2.300
Aukaverk, nýjar útihurðir 21.300
Aukaverk, nýjar grindur á þyrluþilfar 25.782
Aukaverk, 2 nýir pollar á framskip 3.852
Aukaverk, hreinsun á olíutönkum, dæling í land og um borð 14.852
Aukaverk, breyting á stjórnborði í brú vegna stýrisbúnaðar 62.543
Aukaverk, hreinsun á aðalvélarúmsbotni 5.312
Aukaverk, hreinsun á ljósavélarúmsbotni 5.108
Aukaverk, færsla í þili milli stýrisvélar og lestar 15.935
Aukaverk, salernistankur í sónarrúm 8.700
Aukaverk, opnanlegir gluggar í brú og turni 17.536
Aukaverk, endurnýjun tækja í eldhúsi (vinna) 4.413
Aukastál vegna stýra (breyting frá upphaflegri teikningu) 4.249
Aukaverk, breyting á sjólögnum í sónarrými 3.000
Aukaverk, ný rafgeymageymsla 17.533
Aukaverk, ný ferskvatnsdæla aðalvéla (vinna) 4.188
Aukaverk, breyting á stjórnborði í brú 12.211
Aukaverk, tankur nr. 8, sandblástur og málun 17.065
Aukaverk, skera burtu þil í stýrisvélarými að aftan 1.608
Aukaverk, hreinsun á tönkum nr. 5, 11, 14, 18 og19 2.648
Aukaverk, að setja flangsa á vatnstank fyrir nýtt mælikerfi 3.728
Aukaverk, viðbótarsandblástur á bol 4.153
Aukaverk, skrúfur og skrúfuásar (legur, öxlar, haus og tengi) 43.886
Aukaverk, sveigjumæling aðalvélar og milliása 2.448
Aukaverk, breyting á loftstokkum fyrir gangablásara 2.683
Aukaverk, nýtt gólf úr álplötum í stýrisvél (efni) 1.708
Aukaverk, tankur nr. 7, sandblástur og málun 6.691
Aukaverk, akkeriskeðjur og keðjukassi 6.766
Önnur smáverk í vélarúmi, samtals 3.567
Smurolía og vökvakerfisolía keypt í gegnum Morzka 2.835
Samtals 504.758

4. Annar kostnaður sem féll til vegna viðgerðanna í Póllandi.

Ferðakostnaður starfsmanna Landhelgisgæslunnar.


Skip Verðlag 2001, kr. Verðlag 2005, kr.
Ægir 1.438.629 1.626.514
Týr 1.481.538 1.675.027
Samtals 2.920.167 3.301.541

    Ekki var greiddur ferðakostnaður fyrir aðra en starfsmenn Landhelgisgæslunnar vegna þessa verkefnis.

Dagpeningagreiðslur.


Skip Verðlag 2001, kr. Verðlag 2005, kr.
Ægir 2.180.529 2.465.306
Týr 2.472.950 2.795.917
Samtals 4.653.479 5.261.223

    Dagpeningar voru greiddir til starfsmanna Landhelgisgæslu Íslands. Ekki voru greiddir dagpeningar fyrir aðra vegna þessa verkefnis.

Kostnaður við siglingar skipanna til og frá Póllandi.

Skip Verðlag 2001, kr. Verðlag 2005, kr.
Ægir 1.670.000 1.888.102
Týr 1.670.000 1.888.102
Samtals 3.340.000 3.776.204

Annar kostnaður.


Verðlag 2001, kr.
Verðlag 2005, kr.

Ægir
Málning keypt á Íslandi 4.983.320 5.634.142
Ríkiskaup 376.248 425.386
Aukabúnaður fyrir stýri 2.063.544 2.333.043
Lloyd´s flokkunarfélag 750.000 847.950
Vatn 135.500 153.196
Flutningskostnaður varahluta milli landa 315.120 356.275
Prufusigling – lóðs 49.400 55.852
Umboðslaun 108.160 122.286
Samtals 8.673.132 9.805.843
Týr
Málning keypt á Íslandi 4.212.056 4.762.151
Ríkiskaup 652.132 737.300
Aukabúnaður fyrir stýri 2.063.544 2.333.043
Lloyd´s flokkunarfélag 890.000 1.006.234
Vatn 140.400 158.736
Flutningskostnaður varahluta milli landa 240.240 271.615
Prufusigling – lóðs 42.120 47.621
Umboðslaun 112.008 126.636
Bankakostnaður 19.032 21.518
Samtals 8.371.532 9.464.854

5. Áhrif breytinga á gengi krónunnar á heildarkostnað.

Heildarkostnaður.


Skip Verðlag 2001, kr. Verðlag 2005, kr.
Ægir 3.567.107 4.032.971
Týr 4.066.335 4.597.398
Samtals 7.633.442 8.630.370

6. Áætlaðar tekjur ríkissjóðs ef viðgerðir og endurbætur hefðu farið fram á Íslandi.
    Í tilboðum ekki greint hlutfall milli vinnu og efnis, því er með þeim upplýsingum sem fyrir liggja ekki unnt fyrir ráðuneytið að reikna tekjur ríkissjóðs af verkinu ef unnið hefði verið hér á landi. Sérþekking að því er tekjuöflun ríkissjóðs varðar er auk þess ekki innan ráðuneytisins.

7. Upphafleg tilboð.
    Óskað var eftir tilboðum í fjóra verkþætti, þ.e. A brú, B skrokk, C stýri, D salerniskerfi.
    Samið var við skipasmíðastöðina Morzka í Póllandi um verkþætti B og C fyrir bæði skipin.

Upphafleg tilboð.


Heildartilboð, kr. Heildartilboð, kr. Tekin tilboð, kr. Tekin tilboð, kr.
Ath. Verðlag 2001 Verðlag 2005 Verðlag 2001 Verðlag 2005
Ægir
Centomore ógilt 57.505.560 65.015.786 32.260.680 36.473.925
Pasaie 60.223.597 68.088.799 39.260.922 44.388.398
Nauta 77.191.800 87.273.049 43.192.800 48.833.780
Morzka 82.794.945 93.607.965 34.753.146 39.291.907
Ormur og Víglundur ógilt 77.513.000 87.636.198 41.284.000 46.675.690
Stáltak 89.900.000 101.640.940 55.800.000 63.087.480
Skála 96.562.399 109.173.448 46.552.574 52.632.340
Týr
Centomore ógilt 57.181.320 64.649.200 31.823.400 35.979.536
Pasaie 59.352.695 67.104.157 38.155.888 43.139.047
Nauta 77.119.560 87.191.375 43.120.560 48.752.105
Morzka 83.114.756 93.969.543 35.072.958 39.653.486
Ormur og Víglundur ógilt 79.413.000 89.784.338 43.184.000 48.823.830
Stáltak 89.600.000 101.301.760 55.800.000 63.087.480
Skála 95.479.322 107.948.921 45.336.857 51.257.851

    Þess ber að geta að gengisskráningu þýska marksins hefur verið hætt og því eru allir útreikningar miðaðir við gengisskráningu þess tíma þegar viðskiptin fóru fram. Við framreikning á verðlagi var stuðst við meðalvísitölu neysluverðs ársins 2001 og vísitölu febrúarmánaðar 2005. Vísitala neysluverðs mælir einungis innlenda verðalagsþróun og tekur ekki til breytinga á verðlagi í öðrum löndum.