Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 719. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1245  —  719. mál.




Svar



samgönguráðherra við fyrirspurn Gunnars Birgissonar um framlög til nýframkvæmda í vegagerð.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hver voru framlög til nýframkvæmda í vegagerð á höfuðborgarsvæðinu á árunum 1990– 2004:
     a.      á verðlagi í apríl 2005,
     b.      sem hlutfall af framlagi til allra nýframkvæmda á landinu að jarðgöngum meðtöldum?


    Umbeðnar upplýsingar koma fram í eftirfarandi töflu.




Framlög til nýframkvæmda í vegagerð á höfuðborgarsvæðinu 1990–2004.

1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 *2005 *2006 *2007 *2008
Stofn- og tengivegir í millj. kr. á febrúarverðlagi 2005 (vegagerðarvísitala 7630)
515 482 685 1.160 862 1.665 1.193 1.193 1.126 1.173 1.397 1.389 1.341 2.339 1.320 1.210 1.202 1.777 2.245
Sem hlutfall af framlagi til nýframkvæmda á landinu
14 13 16 19 17 33 30 29 30 21 23 25 22 24 20 22 25 21 26
Framkvæmdir á landinu öllu
3.569 3.853 4.207 5.972 5.222 5.051 3.978 4.053 3.809 5.551 6.106 5.539 6.156 9.785 6.537 5.415 4.794 8.425 8.680
Höfuðborgarsvæðið samtals á tímabilinu 1990–2008: 24.274 millj. kr.
Allar nýframkvæmdir á landinu 1990–2008, höfuðborgarsvæðið meðtalið: 106.702 millj. kr.
Höfuðborgarsvæðið sem hlutfall af landinu öllu árin 1990–2008: 22,75%.
*ATH! Framlög áranna 2005–2008 eru samkvæmt tillögu að samgönguáætlun.