Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 715. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1344  —  715. mál.




Svar



iðnaðarráðherra við fyrirspurn Önnu Kristínar Gunnarsdóttur um nýjar hitaveitur.

     1.      Hve mikið fé hefur verið veitt í styrki til nýrra hitaveitna sl. 10 ár, greint eftir árum og á núvirði?
    Beinir styrkir til nýrra hitaveitna hófust ekki fyrr en á árinu 1999 og sundurliðast eftir árum eins og sýnt er hér að neðan. Upphæðir eru á verðlagi hvers árs og á verðlagi í ársbyjun 2005.

Ár Verðlag hvers árs Verðlag 2005
1999 16.078.337 20.521.928
2000 44.767.707 54.413.778
2001 50.400.763 57.424.598
2002 8.206.343 8.921.541
2003 27.567.675 29.350.538
2004 44.288.732 45.685.734
Samtals 191.309.557 216.318.127

     2.      Hvað er áætlað að sparast hafi í niðurgreiðslum vegna hitunar íbúðarhúsnæðis á sama tímabili, greint eftir árum og á núvirði?
    Sparnaður vegna stofnstyrkja til nýrra hitaveitna er sem hér segir miðað við ætlaðan ávinning við veitingu þeirra:

Ár Verðlag hvers árs Verðlag 2005
1999 1.607.834 2.052.193
2000 7.692.438 9.349.925
2001 17.209.285 19.607.566
2002 23.069.996 25.080.588
2003 26.647.398 28370.744
2004 33.833.038 34.900.235
Samtals 110.059.988 119.361.252

     3.      Hvað hefur verið greitt í styrki vegna niðurgreiðslu húshitunar sl. 10 ár, á núvirði, greint eftir árum?
    Í eftirfarandi töflu eru sundurliðaðar styrkupphæðir á verðlagi hvers árs annars vegar og hins vegar miðað við verðlag í upphafi árs 2005.
    Upphæð niðurgreiðslustyrkja
Ár Verðlag hvers árs Á verðlagi 2005
1995 455.383.682 636.275.122
1996 404.922.963 553.310.881
1997 496.476.488 666.374.432
1998 514.670.409 679.488.483
1999 559.040.901 713.543.766
2000 766.023.841 931.078.702
2001 716.836.495 816.734.613
2002 826.065.401 898.058.522
2003 777.007.644 827.258.468
2004 766.542.639 790.721.733
Samtals 6.282.970.463 7.512.844.722

     4.      Hvað er áætlað í niðurgreiðslu vegna hitunar íbúðarhúsnæðis á árinu 2005?
    Fjárlagaliðurinn til niðurgreiðslu á hitunarkostnaði og tengdra verkefna nemur um 998 millj. kr. Áætlað er að hann skiptist eins og hér segir:

1. Til niðurgreiðslu rafhitunar 904 millj. kr.
2. Niðurgreiðsla olíuhitunar og einkarafstöðva 8 millj. kr.
3. Til orkusparnaðarátaks og varmadælna 14 millj. kr.
4. Jarðhitaleitarátak 15 millj. kr.
5. Stofnstyrkir til hitaveitna 45 millj. kr.
6. Til eftirlits og umsjónar með niðurgreiðslu 12 millj. kr.
Samtals 998 millj. kr.