Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 738. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1370  —  738. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um breyt. á l. um fjarskipti, nr. 81/2003.

Frá meiri hluta samgöngunefndar (HjÁ, ArnbS, EKG, GHj, MS).



     1.      Við 7. gr.
                  a.      Í stað orðanna „eitt ár“ í 1. málsl. efnismálsgreinar a-liðar komi: sex mánuði.
                  b.      2. málsl. efnismálsgreinar a-liðar orðist svo: Lágmarksskráningin skal tryggja að fjarskiptafyrirtæki geti upplýst hver af viðskiptavinum þess var notandi tiltekins símanúmers, IP-tölu eða notendanafns, jafnframt því að upplýsa um allar tengingar sem notandinn hefur gert, dagsetningar þeirra, hverjum var tengst og magn gagnaflutnings til viðkomandi notanda.
     2.      Við 8. gr. Greinin orðist svo:
             Við 45. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
             Póst- og fjarskiptastofnun setur að öðru leyti reglur um skráningu notenda sem úthlutað hefur verið númerum í fastlínu- og farsímakerfum. Að því er varðar farsímakort, sem ekki eru skráð á nafn, er stofnuninni heimilt að setja reglur um skráningu þeirra í samstarfi við Neyðarlínu, lögreglu og farsímafyrirtæki í því skyni að stuðla að auknu öryggi við notkun farsíma.
     3.      Við 11. gr. Við bætist nýr stafliður, svohljóðandi: Í stað orðsins „sæstrengsins“ í 9. mgr. kemur: fjarskiptastrengsins.