Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 643. máls.
131. löggjafarþing 2004–2005.
Þskj. 1439  —  643. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um Ríkisútvarpið sf.

Frá meiri hluta menntamálanefndar (GunnB, KÓ, SKK, HjÁ, BJJ).



     1.      Við 3. gr.
                  a.      2. mgr. falli brott.
                  b.      10., 16. og 18. tölul. 3. mgr. falli brott.
                  c.      Í stað orðanna „tilgangi félagsins verði náð“ í 14. tölul. 3. mgr. komi: miðla áður framleiddu efni í eigu félagsins.
                  d.      Í stað orðanna „Skal félagið hafa til útláns eða sölu“ í 15. tölul. 3. mgr. komi: Er félaginu heimilt að hafa til útláns, dreifingar eða sölu.
     2.      6. gr. falli brott.
     3.      Við 9. gr.
                  a.      1. málsl. b-liðar 1. mgr. orðist svo: Að taka ákvarðanir um lán og ábyrgðir til þarfa félagsins.
                  b.      Síðari málsliður c-liðar 1. mgr. falli brott.
                  c.      E-liður 1. mgr. falli brott.
     4.      Við 12. gr. Orðin „sem ljóst er að ekki skilar arði“ falli brott.
     5.      Ákvæði til bráðabirgða II orðist svo:
                  Þegar stofnunin Ríkisútvarpið verður lögð niður fer um réttindi og skyldur starfsmanna hennar eftir lögum nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, og lögum nr. 70/2002, um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum, eftir því sem við á.
                  Við stofnun sameignarfélagsins verða störf starfsmanna Ríkisútvarpsins lögð niður en starfsmenn stofnunarinnar skulu eiga rétt á störfum hjá hinu nýja félagi og skulu þeim boðin störf hjá því, sambærileg þeim er þeir áður gegndu hjá stofnuninni. Þó fer um biðlaunarétt eftir lögum nr. 70/1996.
                  Nú hefur félagið boðið starfsmanni stofnunarinnar sambærilega stöðu hjá félaginu með eigi lakari kjörum en hann áður naut og hann samþykkir það boð félagsins og skal hann þá halda biðlaunarétti sínum verði starf hans lagt niður síðar. Hafni hann boðinu skal hann hefja töku biðlauna í samræmi við almenn ákvæði laga nr. 70/1996.
                   Þeir starfsmenn Ríkisútvarpsins sem við gildistöku laga þessara eiga aðild að A-deild         Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins skulu halda rétti til aðildar að henni á meðan þeir gegna starfi hjá Ríkisútvarpinu sf.
                  Þeir starfsmenn Ríkisútvarpsins sem við gildistöku laga þessara eiga aðild að B-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins skulu halda þeim rétti í samræmi við ákvæði laga nr. 1/1997, um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, og reglur settar samkvæmt þeim.