Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 99. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 99  —  99. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um spilafíkn.

Frá Guðmundi Hallvarðssyni.



     1.      Hve margir hafa farið í meðferð vegna spilafíknar á sl. þremur árum, annars vegar hjá SÁÁ og hins vegar á geðdeild Landspítalans eða öðrum stofnunum?
     2.      Hvernig er skiptingin eftir kynjum og hvernig er aldurssamsetningin?
     3.      Hver hafa úrræðin verið og hvað varir meðferð að jafnaði lengi?
     4.      Hvers konar spilamennska er helsta orsök spilafíknar?
     5.      Hve margir hafa náð bata á fyrrnefndu tímabili?