Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 147. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 147  —  147. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um nauðgunarmál.

Frá Guðrúnu Ögmundsdóttur.



     1.      Hversu mörg nauðgunarmál hafa farið fyrir dómstóla landsins á sl. 10 árum? Óskað er eftir sundurliðun á fjölda mála og niðurstöðum þeirra eftir dómstólum.
     2.      Hve margar kærur hafa borist lögregluyfirvöldum á tímabilinu og hve margar þeirra leiddu til ákæru?
     3.      Í hve mörgum tilvikum var um að ræða hópnauðganir (sbr. 2. lið)?
     4.      Hve oft hafa sömu aðilar verið ákærðir í nauðgunarmálum á tímabilinu og hvaða refsingu hafa þeir fengið?


Skriflegt svar óskast.