Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 148. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 148  —  148. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um sveigjanlegan vinnutíma í ríkisstofnunum og ráðuneytum.

Frá Guðrúnu Ögmundsdóttur.



     1.      Hvernig er staðið að því að gefa starfsfólki í ríkisstofnunum og ráðuneytum möguleika á sveigjanlegum vinnutíma?
     2.      Hversu margar og hvaða stofnanir hafa nýtt sér þennan möguleika og hversu margir starfsmenn? Hvert er kynjahlutfallið í hópi starfsmanna?
     3.      Hefur möguleiki á sveigjanlegum vinnutíma áhrif á launagreiðslur? Ef svo er, hvaða?


Skriflegt svar óskast.