Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 181. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 181  —  181. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar.

Frá Margréti Frímannsdóttur og Önnu Kristínu Gunnarsdóttur.



     1.      Hversu mikið fjármagn fer til fræðslu- og símenntunarmiðstöðva á landinu, sundurliðað eftir landshlutum og stofnunum?
     2.      Hvað ræður mismunandi stuðningi við einstakar fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar?
     3.      Hversu mikill er kostnaður einstakra fræðslu- og símenntunarmiðstöðva við fjarkennslu á háskólastigi og hver er hlutur ráðuneytisins í þeim kostnaði?
     4.      Hversu margir stunda háskólanám hjá fræðslu- og símenntunarmiðstöðvum, sundurliðað eftir stofnunum?
     5.      Hversu mikið fjármagn er ætlað til þekkingar- og háskólasetra á landinu vegna kennslu á háskólastigi?


Skriflegt svar óskast.