Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 186. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 186  —  186. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um styrki til erlendra doktorsnema.

Frá Össuri Skarphéðinssyni.



     1.      Hvenær hyggst ráðherra taka upp styrki til erlendra doktorsnema á sviðum þar sem Íslendingar skara fram úr, eins og hann hefur boðað?
     2.      Hvaða mælikvarða hyggst hann nota til að skilgreina þau svið?
     3.      Stenst það jafnræðisreglu að veita slíka styrki einungis til ákveðinna fræðasviða en ekki annarra?
     4.      Telur ráðherra ekki að jafnframt verði að taka upp styrki til íslenskra doktorsefna við erlenda háskóla?