Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 214. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 214  —  214. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um raunfærnimat.

Frá Önnu Kristínu Gunnarsdóttur.



     1.      Hvað líður mati á óformlegu námi og starfsreynslu og gerð kerfis til að meta raunfærni sem unnið er að á vegum ráðuneytisins?
     2.      Taka fulltrúar framhaldsskólanna þátt í þessari vinnu?
     3.      Hvernig er fyrirhugað að nýta eða samþætta kerfið íslensku skólakerfi?
     4.      Hvenær er reiknað með að afrakstur vinnunnar geti nýst?