Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 248. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 248  —  248. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um svæði sem hafa lotið forræði varnarliðsins.

Frá Jóni Gunnarssyni.



     1.      Hve mörg svæði á Íslandi lúta nú forræði bandaríska varnarliðsins, hversu stór eru þau, hvar á landinu og hvaða breytingar hafa orðið á þessum svæðum frá árinu 1960?
     2.      Hverjir hafa tekið við forræði svæða sem færst hafa frá varnarliðinu og hafa þeir haft af því einhvern kostnað? Ef svo er, hver hefur kostnaðurinn verið?
     3.      Hefur landi sem fallið hefur til ríkisins á þennan hátt verið ráðstafað til þriðja aðila? Ef svo er, hvaða svæði eru það og hvaða tekjur hefur ríkið haft af einstökum svæðum?
     4.      Gilda samræmdar reglur um meðferð lands sem áður hefur heyrt undir varnarliðið?


Skriflegt svar óskast.