Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 261. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Prentað upp.

Þskj. 274  —  261. mál.
Ráðherra.




Fyrirspurn



til samgönguráðherra um eldsneytisflutninga til Keflavíkurflugvallar.

Frá Magnúsi Þór Hafsteinssyni.


     1.      Hefur ráðherra einhver áform um að beita sér fyrir því að hætt verði að flytja um 80.000 tonn af eldsneyti með tankbílum frá Reykjavík um Reykjanesbraut til Keflavíkurflugvallar?
     2.      Mun ráðherra beita sér fyrir því að þessu eldsneyti verði frekar skipað upp í Helguvíkurhöfn?
     3.      Hefur farið fram áhættugreining á þessum miklu eldsneytisflutningum um byggð á höfuðborgarsvæðinu, eftir Reykjanesbraut til Keflavíkurflugvallar?
     4.      Ef fyrirhugaðar eru aðgerðir af hálfu ráðherra, hverjar eru þær og hvenær er þeirra að vænta?