Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 303. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 323  —  303. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um Náttúruminjasafn Íslands.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.



     1.      Hvað líður undirbúningsvinnu við sérlög um Náttúruminjasafn Íslands, sbr. bráðabirgðaákvæði safnalaga, nr. 106/2001?
     2.      Eru í gildi áætlanir um hvenær endurnýjað Náttúruminjasafn Íslands gæti tekið til starfa og hefur kostnaður verið áætlaður?
     3.      Hvernig hyggjast stjórnvöld leysa húsnæðisvanda safnsins í bráð og lengd?