Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 308. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 328  —  308. mál.




Fyrirspurn



til dóms- og kirkjumálaráðherra um afleysingar presta.

Frá Önnu Kristínu Gunnarsdóttur.



     1.      Hversu margir prestar, sem ekki höfðu fast prestsembætti, sinntu afleysingaþjónustu fyrir starfandi presta sl. fimm ár, skipt eftir árum?
     2.      Hvernig skiptist afleysingaþjónustan á
                  a.      námsleyfi,
                  b.      veikindaleyfi,
                  c.      annað?
     3.      Er haldin skrá yfir afleysingar presta hvers fyrir annan? Ef svo er, hver heldur þá skrá?
     4.      Hvað ræður því hvort sérstakur afleysingaprestur er ráðinn til starfa eða annar starfandi prestur tekur að sér afleysingu, sbr. fastar greiðslur til allra presta vegna afleysinga í sumarleyfum og á vikulegum frídögum?