Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 315. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 342  —  315. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um heimahjúkrun aldraðra.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hversu margir aldraðir njóta nú heimahjúkrunar, hversu hátt hlutfall er það af heild í neðangreindum aldursbilum og hve margir eru á biðlista eftir heimahjúkrun, skipt eftir kjördæmum:
                  a.      75–80 ára,
                  b.      81–90 ára,
                  c.      91 ára og eldri?
     2.      Hefur verið unnið kerfisbundið að því að komast í samband við aldraða sem búa í heimahúsum og fá ekki heimahjúkrun til að kynna þeim þjónustu sem í boði er? Ef ekki, er ráðherra reiðubúinn að beita sér fyrir því að slík kerfisbundin kynning fari fram um allt land um leið og kannaðar verði þarfir aldraðra fyrir heimahjúkrun?
     3.      Á hvern hátt er verið að vinna að því að samþætta heimaþjónustu og heimahjúkrun þannig að hægt sé að fullnægja þörfinni m.a. fyrir sólarhringsþjónustu þegar við á? Hvenær má vænta þess að þessi þjónusta verði komin í viðunandi horf?
     4.      Hvað má ætla að margir þeirra sem nú eru á biðlistum eftir dvalar- eða hjúkrunarheimilum gætu verið heima ef þeir nytu fullnægjandi heimahjúkrunar og heimilisþjónustu?


Skriflegt svar óskast.