Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 163. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 347  —  163. mál.




Svar



utanríkisráðherra við fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar um fyrri störf sendiherra.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hversu margir af þeim sem skipaðir hafa verið sendiherrar frá árinu 1995:
     a.      störfuðu áður innan utanríkisþjónustunnar og hlutu framgang í embætti sendiherra,
     b.      gegndu öðrum störfum, og þá hvaða störfum?

    
Af þeim tuttugu og sjö sendiherrum sem hafa verið skipaðir frá árinu 1995 störfuðu fimmtán innan utanríkisþjónustunnar og hlutu framgang í embætti sendiherra.
    Aðrir sem hafa verið skipaðir í stöðu sendiherra frá árinu 1995 gegndu eftirfarandi störfum: Ráðherrar (2), alþingismenn (3 fyrrverandi ráðherrar), ráðuneytisstjóri, framkvæmdastjóri heimastjórnarafmælisins, einn af þremur varaframkvæmdastjórum OECD, framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, ráðgjafi forsætisráðherra í utanríkismálum, prófessor, útvarpsstjóri.