Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 384. máls.
132. löggjafarþing 2005–2006.
Þskj. 451  —  384. mál.




Fyrirspurn



til sjávarútvegsráðherra um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.

Frá Magnúsi Þór Hafsteinssyni.



     1.      Hversu lengi hafa fiskiskip frá Evrópusambandinu haft leyfi til karfaveiða í fiskveiðilandhelgi Íslands?
     2.      Hvaða skip hafa stundað þessar veiðar? Óskað er upplýsinga um nöfn skipa, nöfn útgerðarfélaga, skráningarnúmer, kallmerki og þjóðerni.
     3.      Hvernig skiptist afli hvers skips árlega á milli tegunda?
     4.      Hve mikill hluti afla þessara skipa hefur farið til vinnslu hér á landi, hvaða tegundir og hve mikið af hverri tegund?
     5.      Hve mikið hefur verið flutt óunnið til vinnslu erlendis, hvaða tegundir og hve mikið af hverri tegund?
     6.      Hafa skipin leyfi til að umbreyta t.d. karfaafla í þorsk sem síðan dregst frá karfakvótanum?


Skriflegt svar óskast.